Kvótaaukningin í kolmunna, sem sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið og er upp á um rúm 39.000 tonn, gefur 1,6 milljarða króna í viðbótarútflutningstekjur, samkvæmt heimildum Fiskifrétta. Leyfilegur heildarafli í ár verður þá 163.570 tonn. Útflutningsverðmæti þess afla nemur um 7,5 milljörðum króna.

Ástæðan sem gefin er fyrir kvótaaukningunni er sú að aðrar veiðiþjóðir hafi sett sér kvóta sem taki ekki mið af ráðgjöf vísindamanna og ákvörðun Íslands sé í samræmi við það. Ekkert samkomulag hefur verið um veiðistjórn á kolmunna undanfarin ár og útgefnir kvótar í fyrra voru 50% umfram ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.