,,Við fundum verulegt magn af makríl í grænlenskri lögsögu. Vegna takmarkaðs tíma tókst okkur ekki að komast yfir allt útbreiðslusvæðið, sérstaklega ekki sunnan til, en það reyndist vera makríll alveg norður undir 66. breiddargráðu,“ sagði Sveinn Sveinbjörnsson leiðangursstjóri á Árna Friðrikssyni í samtali í nýjustu Fiskifréttum.

Rannsóknaskipið er nú að ljúka makrílrannsóknum sínum á hafsvæðinu umhverfis Ísland og að þessu sinni var Grænlandshaf tekið með í þessum rannsóknum í fyrsta skipti.

Sjá nánar í Fiskifréttum sem komu út í dag.