Það sem einkenndi söluna á íslensku fiskmörkuðunum á fyrri helmingi ársins var annars vegar 28% aukning í framboði á þorski og hins vegar umtalsverð hækkun á meðalverði ýsu, ufsa og karfa, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.
Heildarsalan á íslensku fiskmörkuðunum frá 1. janúar til 30. júní í ár nam tæpum 58.000 tonnum samanborið við 48.000 tonn á sama tíma í fyrra. Aukningin nam rúmum 20%. Söluverðmætið jókst úr 13,7 milljörðum króna í 16,3 milljarða eða um 2,6 milljarða. Meðalverðið var hið sama upp á krónu bæði árin eða 283 krónur á kílóið.
Athygli vekur að sala á þorski jókst úr tæpum 17 þús. tonnum í tæpa 22 þús. tonn eða um 28%.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.