Við erum komnir í Sandgerði, leigjum hér aðstöðu og gerum út héðan núna,“ segir Þórhallur Benónýsson, hjá útgerðarfélaginu Besa sem gert hefur út dagróðrabátinn Dúdda Gísla GK 48 frá Grindavík.

„Það er náttúrlega bara ein óvissa, hvað verður um Grindavík. En þannig séð líst mér bara ágætlega á framhaldið. Við höldum bara okkar striki og gerum bara það sem við erum vanir að gera en á öðrum stað,“ segir Þórhallur.

Einstakar móttökur í Sandgerði

Talsvert er síðan Besi hætti með eigin fiskvinnslu og því fer allur línufiskurinn sem landað er úr Dúdda Gísla í Sandgerði beint á markað. Er þar fyrst og fremst um að ræða þorsk, ýsu og löngu.

„Það er búið að vera mjög gott fiskirí hérna Sandgerðismegin. Við erum vanir að vera bara á heimaslóðum í Grindavík en núna breytum við til,“ segir Þórhallur. Einstaklega vel hafi verið tekið á móti þeim á nýjum stað.

Gista stundum í bátnum

„Hér í Sandgerði er allt gert fyrir mann. Stakkavík er með alla sína báta hér en Einhamars bátarnir fóru vestur á Snæfellsnes,“ segir Þórhallur.

Starfsmenn Besa eru fimm; fjórir um borð í Dúdda Gísla og síðan er Þórhallur í landi. Hópurinn er nú dreifður víða.  Einn býr í Sandgerði, annar á Selfossi og sá þriðji í Kópavogi. „Svo erum við tveir sem búum í miðbænum í Reykjavík,“ segir Þórhallur.

Menn þurfa þó ekki að fara á milli á hverjum degi. „Þetta er stór og flottur bátur og þeir búa bara um borð þegar þeir eru að róa. Við róum ekki á föstudögum og laugardögum, kvótinn er ekki það mikill,“ segir Þórhallur en aflaheimildir Dúdda Gísla er um 650 tonn.

Aðstaðand í Grindavík dæmd ónýt

Aðstöðuna fyrir bátinn í Sandgerði segir Þórhallur trygga en framhaldið sé mikilli óvissu háð. „Það er búið að dæma aðstöðuna sem við höfum í Grindavík ónýta. Þannig að ef við förum til Grindavíkur aftur þurfum við að koma okkur upp annarri aðstöðu þar. Þetta verður bara tíminn að leiða í ljós. En eins og staðan er í dag þá er ljómandi gott og fínt að vera hér í Sandgerði.“

Við erum komnir í Sandgerði, leigjum hér aðstöðu og gerum út héðan núna,“ segir Þórhallur Benónýsson, hjá útgerðarfélaginu Besa sem gert hefur út dagróðrabátinn Dúdda Gísla GK 48 frá Grindavík.

„Það er náttúrlega bara ein óvissa, hvað verður um Grindavík. En þannig séð líst mér bara ágætlega á framhaldið. Við höldum bara okkar striki og gerum bara það sem við erum vanir að gera en á öðrum stað,“ segir Þórhallur.

Einstakar móttökur í Sandgerði

Talsvert er síðan Besi hætti með eigin fiskvinnslu og því fer allur línufiskurinn sem landað er úr Dúdda Gísla í Sandgerði beint á markað. Er þar fyrst og fremst um að ræða þorsk, ýsu og löngu.

„Það er búið að vera mjög gott fiskirí hérna Sandgerðismegin. Við erum vanir að vera bara á heimaslóðum í Grindavík en núna breytum við til,“ segir Þórhallur. Einstaklega vel hafi verið tekið á móti þeim á nýjum stað.

Gista stundum í bátnum

„Hér í Sandgerði er allt gert fyrir mann. Stakkavík er með alla sína báta hér en Einhamars bátarnir fóru vestur á Snæfellsnes,“ segir Þórhallur.

Starfsmenn Besa eru fimm; fjórir um borð í Dúdda Gísla og síðan er Þórhallur í landi. Hópurinn er nú dreifður víða.  Einn býr í Sandgerði, annar á Selfossi og sá þriðji í Kópavogi. „Svo erum við tveir sem búum í miðbænum í Reykjavík,“ segir Þórhallur.

Menn þurfa þó ekki að fara á milli á hverjum degi. „Þetta er stór og flottur bátur og þeir búa bara um borð þegar þeir eru að róa. Við róum ekki á föstudögum og laugardögum, kvótinn er ekki það mikill,“ segir Þórhallur en aflaheimildir Dúdda Gísla er um 650 tonn.

Aðstaðand í Grindavík dæmd ónýt

Aðstöðuna fyrir bátinn í Sandgerði segir Þórhallur trygga en framhaldið sé mikilli óvissu háð. „Það er búið að dæma aðstöðuna sem við höfum í Grindavík ónýta. Þannig að ef við förum til Grindavíkur aftur þurfum við að koma okkur upp annarri aðstöðu þar. Þetta verður bara tíminn að leiða í ljós. En eins og staðan er í dag þá er ljómandi gott og fínt að vera hér í Sandgerði.“