Ein af uppsprettum Rússa fyrir erlendan gjaldeyri er sala á fiski til Bretlands. Afkoman gæti þó verið betri því Rússar þurfa að sæta því að greiða sérstakan 35% viðbótar refsitoll á sjávarafurðir sem bresk stjórnvöld lögðu á fyrrasumar sem andsvar við innrás Rússa í Úkraínu. Auk þess hefur afurðaverð lækkað umtalsvert þar í landi eins og annars staðar og er farið að nálgast það sem var fyrir Covid 19 heimsfaraldurinn.
Enn mikið magn
Þrátt fyrir þessa háu tolla hafa Rússar selt umtalsvert magn af fiski til Bretlands því fiskur sem þeir veiða og er unninn að talsverðu leyti í öðru landi telst ekki með rússneskan uppruna. Refsitollarnir hafa ekki heldur stöðvað að fullu sölu á sjófrystum fisk beint af rússneskum uppruna inn í landið sem reiðir sig á þessi aðföng meðal annars til að þjónusta fish&chips markaðinn í landinu.
Dróst saman um 21%
Bretar eru engan veginn sjálfum sér nægir um veiðar á hvítfisk. Árið 2020 lönduðu innlend skip 47 þúsund tonnum af þorsk og ýsu en flutt voru inn 430 þúsund tonn. Um helmingur alls innflutnings af þorski, ýsu og ufsa til Bretlands var frá Noregi og Kína á síðasta ári.
Rússland var með um 45% af markaðnum fyrir þessar tegundir á heimsvísu og voru skilaboð breskra stjórnvalda eftir að refsitollarnir voru kynntir að neytendur yrðu að búa sig undir það að aðrar tegundir fisks yrðu að talsverðu leyti í þjóðarrétti þeirra, fish&chips.
Í lok árs 2022 hafði innflutningur á hvítfisk frá Rússlandi til Bretlands dregist saman um 21% frá fyrra ári en var þó um 9% af heildarinnflutningnum. Enn frekar hefur dregið úr á þessu ári vegna áhrifa refsitollsins.
Meira inn til Kína
Sérfræðingar segja að rússnesk fyrirtæki séu nú að átta sig á því að þessi viðskipti eru vart sjálfbær í ljósi þessara háu tolla og lækkandi afurðaverðs. Líklegast sé því að Rússar snúi sér í enn frekari mæli að framleiðslu hráefnis fyrir vinnslur í Kína sem berist svo inn á markaði í Evrópu sem tvífrystur fiskur án rússnesks uppruna. Stóra málið er hins vegar hvort viðskiptalönd sætti sig við innflutning á afurðum frá Kína sem eigi uppruna í rússnesku hráefni. Yrði niðurstaðan sú að lokað yrði á þennan innflutning myndi það gerbreyta málum og styrkja verulega stöðu evrópskra útgerða og sennilega leiða til hækkunar á afurðaverði. Það sem flækir stöðuna í þessum efnum er innanlandspólitík í ólíkum löndum; stórar vinnslur geta þurft á þessu kínversk/rússneska hráefni að halda einfaldlega til þess að lifa af. Það verði án efa þrýst á það að hlutirnir fái að malla þannig áfram í samræmi við stöðu vinnslunnar í hverju landi fyrir sig.
Ein af uppsprettum Rússa fyrir erlendan gjaldeyri er sala á fiski til Bretlands. Afkoman gæti þó verið betri því Rússar þurfa að sæta því að greiða sérstakan 35% viðbótar refsitoll á sjávarafurðir sem bresk stjórnvöld lögðu á fyrrasumar sem andsvar við innrás Rússa í Úkraínu. Auk þess hefur afurðaverð lækkað umtalsvert þar í landi eins og annars staðar og er farið að nálgast það sem var fyrir Covid 19 heimsfaraldurinn.
Enn mikið magn
Þrátt fyrir þessa háu tolla hafa Rússar selt umtalsvert magn af fiski til Bretlands því fiskur sem þeir veiða og er unninn að talsverðu leyti í öðru landi telst ekki með rússneskan uppruna. Refsitollarnir hafa ekki heldur stöðvað að fullu sölu á sjófrystum fisk beint af rússneskum uppruna inn í landið sem reiðir sig á þessi aðföng meðal annars til að þjónusta fish&chips markaðinn í landinu.
Dróst saman um 21%
Bretar eru engan veginn sjálfum sér nægir um veiðar á hvítfisk. Árið 2020 lönduðu innlend skip 47 þúsund tonnum af þorsk og ýsu en flutt voru inn 430 þúsund tonn. Um helmingur alls innflutnings af þorski, ýsu og ufsa til Bretlands var frá Noregi og Kína á síðasta ári.
Rússland var með um 45% af markaðnum fyrir þessar tegundir á heimsvísu og voru skilaboð breskra stjórnvalda eftir að refsitollarnir voru kynntir að neytendur yrðu að búa sig undir það að aðrar tegundir fisks yrðu að talsverðu leyti í þjóðarrétti þeirra, fish&chips.
Í lok árs 2022 hafði innflutningur á hvítfisk frá Rússlandi til Bretlands dregist saman um 21% frá fyrra ári en var þó um 9% af heildarinnflutningnum. Enn frekar hefur dregið úr á þessu ári vegna áhrifa refsitollsins.
Meira inn til Kína
Sérfræðingar segja að rússnesk fyrirtæki séu nú að átta sig á því að þessi viðskipti eru vart sjálfbær í ljósi þessara háu tolla og lækkandi afurðaverðs. Líklegast sé því að Rússar snúi sér í enn frekari mæli að framleiðslu hráefnis fyrir vinnslur í Kína sem berist svo inn á markaði í Evrópu sem tvífrystur fiskur án rússnesks uppruna. Stóra málið er hins vegar hvort viðskiptalönd sætti sig við innflutning á afurðum frá Kína sem eigi uppruna í rússnesku hráefni. Yrði niðurstaðan sú að lokað yrði á þennan innflutning myndi það gerbreyta málum og styrkja verulega stöðu evrópskra útgerða og sennilega leiða til hækkunar á afurðaverði. Það sem flækir stöðuna í þessum efnum er innanlandspólitík í ólíkum löndum; stórar vinnslur geta þurft á þessu kínversk/rússneska hráefni að halda einfaldlega til þess að lifa af. Það verði án efa þrýst á það að hlutirnir fái að malla þannig áfram í samræmi við stöðu vinnslunnar í hverju landi fyrir sig.