Á aðalfundi Sjávarútvegsráðstefnunnar á dögunum var ákveðið að halda næstu ráðstefnu dagana 10.-11. nóvember 2022 í Hörpu. Fallið var frá þeirri hugmynd að halda ráðstefnuna í janúar næstkomandi, en sá möguleiki var inni í myndinni eftir frestun ráðstefnunnar fyrir stuttu. Það munu því líða þrjú ár á milli ráðstefna.

Sjávarútvegsráðstefnan 2021 var afboðuð með nokkurra daga fyrirvara.  Lokið hafði verið við mest alla skipulagningu og búið að kynna dagskrá og ráðstefnuhefti.  Það má gera ráð fyrir einhverjum breytingum á dagskrá, einstök erindi falli niður og jafnvel heilu málstofunnar. Á Sjávarútvegsráðstefnunni 2022 verður byggt á fyrra skipulagi en jafnframt bætt við nýjum málstofum.