Ísland er eitt fárra landa í heiminum sem verður að stunda hagkvæmar fiskveiðar til að halda uppi góðum lífskjörum í landinu. Því er óskiljanlegt hvers vegna íslensk stjórnvöld ætla, í miðri kreppu, að breyta því kerfi sem hefur skilað þjóðinni mestu," sagði Þráinn Eggertsson á ráðstefnu um sjálfbærar og arðsamar fiskveiðar sem haldin var í Öskju um helgina. Frá þessu er greint á vef LÍÚ.

Þráinn segir íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið henta íslendingum vel og segir m.a að verðmætasköpun íslenskra sjómanna sé 50% meiri en noskra starfsfræðra þeirra. Engu að síður sé kerfið í bráðri hættu þar sem stjórnmálamenn virðast sífelt ætla að taka skref í átt til óhagkvæms miðstýrðs kerfis, en þetta var einmitt inntakið í fyrirlestri Þráins á ráðstefnunni um helgina.

Þá sagðist hann undrandi á óvönduðum vinnubrögðum við gerð frumvarpa um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða og nefndi sem dæmi að í ljós hafi komið að sum fyrirtæki hefðu þurft að greiða yfir 100% af hagnaði í skatt.