Skötuselur, stórkjafta og leturhumar eru nytjastofnar við Skotland sem eru í vexti samkvæmt nýjum tölum sem Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) hefur birt.

Auknir kvótar í þessum tegundum gætu gefið aukalega um 11 milljónir punda (2,2 milljarðar ISK) í aflaverðmæti til skoska fiskiskipaflotans.

Skoski sjávarútvegsráðherrann, Richard Lochhead, fagnar þessum tíðindum og segir að þetta sé gott vegarnesti í viðræður um kvóta í þessum tegundum á næsta ári.