Meðalverð á þorski og ýsu á fiskmörkuðum hefur hækkað nokkuð frá áramótum. Hins vegar hefur magnið minnkað. Dregið hefur úr framboði vegna erfiðs tíðarfars og meira er selt í beinum viðskiptum en áður, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.
Meðalverðið á þorski á mörkuðum frá áramótum er 280,33 krónur á kíló. Á sama tíma í fyrra var meðalverð á þorski um 260 krónur á kílóið. Hækkun á meðalverði er um 8%.
Meðalverðið á ýsu er 341,42 krónur á kíló. Á sama tíma í fyrra var meðalverð á ýsu 304,42 krónur á kíló. Hækkun á meðalverði er um 12%.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.