Verð á saltfiskafurðum fer nú heldur hækkandi eftir mikla niðursveiflu á síðasta ári, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

Íslenskir saltfiskframleiðendur héldu aðalfund sinn í síðustu viku. Þar kom fram að hærra verð hefði fengist í samningum sem gerðir hefðu verið í haust. „Víða á mörkuðum er betri afsetning á saltfiski og eftirspurn er meiri. Það vantar til dæmis fisk inn á Portúgal og þar hefur verð hækkað töluvert frá því í vor,“ segir Skjöldur Pálmason, formaður félagsins.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.