Verð á soðinni, pillaðri rækju frá Íslandi hefur hækkað mikið og er talið hafa náð sögulegu hámarki, að því er fram kemur í frétt á vef Undercurrent News .

Skortur á hráefni veldur þessari verðhækkun. Frá apríl 2010 hefur verðið hækkað mjög mikið og það tók sérstakan kipp upp á við í maí 2014.

Síðustu mánuðina hefur eftirspurn eftir rækju verið mikil og kaupandinn er tilbúinn að borga hátt verð til að tryggja sér vöruna.