ff
Verð á lýsi hefur hækkað um 52% á þessu ári og verð á fiskimjöli hefur hækkað um 42,5% að því er fram kemur í Finansavisen.
Fiskimjöl lækkaði í verði í lok síðasta árs og fyrri hluta þessa árs en verðlækkunin hefur gengið til baka og vel það. Hærra verð fæst nú fyrir mjölið en á sama tíma í fyrra. Ýmsar ástæður eru fyrir þessum hækkunum, meðal annars eru litlar birgðir um þessar mundir. Þá hafa þurrkarnir í Bandaríkjum leitt til þess að verð á sojabaunum hefur hækkað um 27% frá því í júníbyrjun en soyjamjöl er í samkeppni við fiskimjöl.
Í frétt frá norska síldarsölusamlaginu segir að verðvísitölur fyrir fiskimjöl hafi hækkað um 4,34% frá júlíbyrjun og verð á lýsi hafi hækkað um 11,22% á sama tíma.