Í síðustu viku hófu fyrstu hringnótabátarnir í Noregi makrílveiðar á vertíðinni í ár. Alls veiddust þá rúm 2.800 tonn, að því er fram kemur á vef norska síldarsamlagsins.

Fyrsti makríllinn í hringnótina var veiddur á Færeyjabanka og í Síldarsmugunni. Makríllinn var ekki stór, eða frá 320 og upp í 345 grömm.

Strandveiðiflotinn í Noregi veiddi 2.300 tonn af makríl í síðustu viku. Stærsti fiskurinn veiddist norðarlega og var meðalstærðin um 540 grömm, meðalverðið var 7,6 NOK á kílóið (144 ISK). Meðalstærðin á makríl sem strandflotinn veiddi á suðursvæðinu er hins vegar aðeins 277 grömm og er fiskurinn þar aðallega veiddur í beitu. Verð á beitumakríl er 5,16 NOK á kílóið (98 ISK).