Markaður fyrir frystan gullkarfa hefur verið mjög erfiður síðustu misseri og verðið hefur lækkað um 30 til 35%, samkvæmt upplýsingum sem Fiskifréttir öfluðu sér hjá Friðleifi Friðleifssyni, sölustjóra frystra sjávarafurða hjá Iceland Seafood.

Rússlandsmarkaður lokaðist fyrir íslenskum sjávarafurðum á síðasta ári þegar Rússar settu Ísland í hóp þeirra vestrænu ríkja sem sæta innflutningsbanni á matvæli. Friðleifur sagði að þetta væri meginástæðan fyrir söluerfiðleikum á karfa. Rússar voru stórir kaupendur af hausuðum, heilfrystum gullkarfa frá Íslandi. Árið 2014 keyptu þeir 6.000 tonn fyrir 2,4 milljarða, sem var um 18% af útflutningsverðmætum á frystum karfa, bæði gullkarfa og djúpkarfa, það ár. Einnig hafa markaðir í öðrum löndum Austur-Evrópu veikst, svo sem í Úkraínu.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum sem koma út í dag.