Venus NS, hið nýsmíðaða uppsjávarskip HB Granda, kom til heimahafnar sinnar á Vopnafirði á hvítasunnudag eftir að hafa siglt þangað frá Tyrklandi þar sem skipið var smíðað.

Formleg móttaka að viðstöddum bæjarbúum og gestum verður á morgun, miðvikudag.