Áhöfn björgunarskips Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Þórs í Vestmannaeyjum hélt Þór úr höfn rétt fyrir níu í morgun til að aðstoða strandveiðibát vegna vélarbilunar. Sá var á veiðum undanEyjum.
„Þór var kominn að bátnum tæpum klukkutíma síðar og áhöfnin hófst handa við að koma taug á milli sem gekk vel og var báturinn kominn í tog og haldið áleiðis til hafnar í Vestmannaeyjum,“ segir í tilkynningu frá Landsbjörgu.
„Um tólf leitið var Þór kominn með bátinn inn á höfn í Vestmannaeyjum, þar sem hann var settur á síðuna á Þór, til að auðvelt væri að koma honum að bryggju,“ segir enn fremur.
Þá segir að björgunarskipið Þór sé annað af nýjum björgunarskipum Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem afhent hafi verið. Það þriðja verði afhent í haust.