Mikil aukning hefur orðið í seldum einingum í sjóstangaveiði hjá Iceland Pro Fishing á Flateyri og Suðureyri á þessu ári.
Að sögn Steinþórs Bjarna Kristjánssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, hafa veiðarnar gengið mjög vel og nánast eingöngu fengist vænn boltafiskur á stöngina. Breytingin milli ára er helst sú að veiðimennirnir, sem að langstærstum hluta eru Þjóðverjar, vilja í auknum mæli dvelja í tvær vikur í stað einnar til þess að vera öruggir með að komast í veiði vegna veðurfarsins.
Gengið hefur verið frá leigu á um 244 tonnum af slægðum botnfiski til þessara veiða úr potti sem er til ráðstöfunar fyrir frístundaveiðar.
Sjá nánar í Fiskifréttum.