Fjarðalax ehf. stefnir að stórfelldu laxeldi í Tálknafirði, Patreksfirði og Arnarfirði. Sem stendur hefur Fjarðalax leyfi til að ala 3000 tonn af laxi í Patreksfirði og Tálknafirði og 600 tonn í Arnarfirði, en félagið hefur einnig sótt um 3000 tonna leyfi þar. Ef vel gengur er stefnt að víðtækara eldi, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.
Fjárfesting til þess að koma eldinu af stað og ala þrjú þúsund tonn af laxi upp í sláturstærð nemur um einum milljarði króna.
Fjarðalax er í eigu North Landing í Bandaríkjunum sem er að þriðjungi í eigu Íslendingsins Arnórs Björnssonar auk danskra aðila. North Landing er eitt stærsta fyrirtækið á austurströnd Bandaríkjanna í innflutningi og vinnslu á laxi fyrir veitingahús og stórmarkaði.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.