Þegar reglugerð um strandveiðar verður gefin út verður hægt að sækja um strandveiðileyfi með rafrænum skilríkjum í stafrænni umsóknargátt á Ísland.is.
Þetta kemur frá vefsíðu Fiskistofu. Þar kemur fram að aðeins megi veita útgerð eða eiganda fiskiskips leyfi til strandveiða fyrir eitt skip. Fiskistofa styðjist við opinberar upplýsingar úr skipaskrá Samgöngustofu og skráningu raunverulegra eigenda lögaðila hjá fyrirtækjaskrá Skattsins áður en leyfi til strandveiða er veitt.
Eftirfarandi eru skilmálar og leiðbeiningar Fiskistofu:
Áður en sótt er um strandveiðileyfi þurfa eftirfarandi skráningar að vera réttar:
- Útgerðaraðili skips hjá Fiskistofu
- Eignarhalds skips hjá skipaskrá Samgöngustofu
- Raunverulegur eigandi lögaðila hjá fyrirtækjaskrá Skattsins
Leiðbeiningar um skráningu á raunverulegum eigendum:
- Raunverulegir eigendur | Skatturinn - skattar og gjöld, skref fyrir skref: Leiðbeiningar um rafræn skil - Vefskil - Kafli 6.4 (rsk.is)
„Afgreiðsla strandveiðileyfis getur tafist ef opinberar upplýsingar um eignarhald eru misvísandi eða sýna ekki fram á eignarhald allra þeirra aðila sem eiga eða gera út skip. Fiskistofa mun þurfa að taka þau tilvik til sérstakrar skoðunar með tilheyrandi gagnaöflun,“ segir á fiskistofa.is.