Greidd veiðigjöld fyrir fiskveiðiárið 2017-2018 urðu samtals ellefu milljarðar króna, eða nánar tiltekið 11.209.876.623 samkvæmt tilkynningu Fiskistofu.

Greiðendur voru 959 talsins. Ellefu þeirra greiddu helming gjaldsins.

Þetta er nokkuð nálægt því sem áætlað hafði verið. Næsta fiskveiðiár á undan greiddu útgerðir samtals 5,7 milljarða í veiðigjald.