Á vef Ramma hf. er vakin athygli á því að fyrirhuguð veiðigjöld á sjávarútveg í Fjallabyggð muni verða hærri en allar skatttekjur sveitarfélagsins.
,,Eins og við höfum áður greint frá hafa þeir Daði Már Kristófersson dósent við Háskóla Íslands og Stefán B. Gunnlaugsson lektor við Háskólann á Akureyri reiknað út að veiðigjöld á útgerðir í Fjallabyggð á árinu 2010 hefðu numið 854 milljónum kr. skv. fyrirliggjandi stjórnarfrumvarpi.
Til samanburðar má nefna að skatttekjur Fjallabyggðar sama ár voru 807 milljónir kr.
Veiðigjöld lögð á útgerðir í sveitarfélaginu hefðu því orðið 47 milljónum kr. hærri en skatttekjur þess á árinu!“ segir á vef Ramma.