Heildarálagning almennra og sérstakra veiðigjalda fiskveiðiárið 2013/2014 nam 9,2 milljörðum króna samanborið við 12,8 milljarða króna fiskveiðiárið á undan. Þetta kemur fram á vef Fiskistofu. Álagningu fyrir þessi fiskveiðiár er lokið.

Álagning við upphaf fiskveiðiárs 2014/2015 nemur 4,1 milljarði kr. Síðar verða lögð á veiðigjöld vegna úthlutaðs aflamarks í deilistofnum og vegna afla í ókvótabundnum tegundum.  Lokaálagning fer fram eftir lok fiskveiðiársins haustið 2015. Fiskistofa vekur sérstaka athygli á því að þessa tölur eru ekki  sambærilegar við  tölur  yfir álagningu á hinum fiskveiðiárunum.

Nánari upplýsingar um veiðigjöldin og greiðendur þeirra er að finna á vef Fiskistofu.