Dæmi eru um að veiðileyfagjöld sem lögð hafa verið á sjávarútvegsfyrirtæki séu hærri eða jafnhá hagnaði fyrirtækjanna. Í öðrum tilvikum eru gjöldin það há að nánast allur hagnaður þeirra er gerður upptækur af ríkissjóði. Þessi skattlagning grefur undan byggðum landsins og kemur sérstaklega illa niður á smærri fyrirtækjum í greininni. Útlit er fyrir að á næsta ári hækki gjöldin enn frekar.
Þetta kom m.a. fram á aðalfundi SA 2013. Þar tók Georg Gísli Andersen , framkvæmdastjóri Valafells í Ólafsvík dæmi af þremur litlum og meðalstórum sjávarútvegsfyrirtækjum:
- Það fyrsta var með 27 milljónir í hagnað. Því var gert að greiða jafn háa upphæð í veiðigjöld 2013.
- Annað var með 33 milljónir í hagnað en var gert að greiða 30 milljónir í veiðigjöld, eða sem nemur 90% af hagnaði.
- Það þriðja var með hagnað upp á 140 milljónir en var gert að greiða 160 milljónir í veiðigjald, 20 milljónir umfram hagnað. Upphaflegur reikningur frá ríkinu nam 200 milljónum króna en hann var síðar lækkaður.
Sjá einnig http://www.sa.is/frettir/almennar/nr/5784/