Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, stefnir að því að leggja fram tillögur á Alþingi í vetur um veiðigjöld á hvalveiðar.

Í svari Sigurðar við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, á dögunum um eftirlit með veiðum á hrefnu og langreyði kom fram að verið væri að gaumgæfa „hvernig leggja megi á veiðigjöld vegna veiða á hval“.

Frá þessu er skýrt  í Fréttablaðinu í dag. Í svari ráðuneytisins til blaðsins um málið kemur fram að Sigurður „telur æskilegt að þau sjónarmið sem eiga við um veiðigjöld taki til veiða allra stofna við landið, og því jafnt um sjálfbæra nýtingu hvala og hrefna eins og annarra fiskistofna.“