Grásleppunefnd Landssambands smábátaeigenda kom saman til fundar fyrir helgi til að fjalla um beiðni sjávarútvegsráðuneytisins um tillögur um fjölda veiðidaga á grásleppu.
Að loknum ítarlegum umræðum varð niðurstaðan sú að leggja til við ráðuneytið að fjölga dögum um sex frá fyrri ákvörðun. Fjöldi veiðidaga á hvert grásleppuleyfi verði því 26 talsins. Ákvörðunin grundvallast á fyrri ákvörðun nefndarinnar að heildarveiði skili 10 þús. tunnum af söltuðum hrognum. Á vertíðinni í fyrra voru veiðidagarnir 32.
Við ákvörðun studdist nefndin við ýmsar tölulegar upplýsingar sem tóku mið af þeim tíma sem liðinn er frá upphafi veiða. Meðal þeirra eru:
§ Fjöldi virkra leyfa nú eru 133 á móti 130 í fyrra
§ Meðalveiði á dag hefur aukist um 11% milli ára
§ Verð er nú fjórðungi lægra en í fyrra.