Færeyskir línu- og krókabátar veiddu á nýliðnu ári tæp 5.506 tonn af botnfiski í íslenskri lögsögu. Þetta er nokkuð minni afli en árið þar áður þegar þeir veiddu 5.576 tonn. Á árinu 2012 var þorskaflinn 1.191 tonn sem var rétt innan við þær heimildir sem Færeyingar höfðu til þorskveiða innan íslenskrar lögsögu, sem var 1.200 tonn.

Af einstökum tegundum veiddu færeysku bátarnir mest af keilu eða 1.203 tonn, því næst kom þorskur eða 1.191 tonn eins og áður segir og ufsaaflinn var 940 tonn.

Alls fengu 24 bátar fengu leyfi til línu- og handfæraveiða innan lögsögunnar á síðasta ári og sex bátar fengu leyfi til loðnuveiða. Heildarafli loðnubátanna var 29.778 tonn. Finnur fríði aflahæstur þeirra með 7.909 tonn. Næst kom Fagraberg með 6.793 tonn.

Nánar á vef Fiskistofu .