Aðalbjörg RE landaði í gærkvöldi um 16 tonnum í Reykjavíkurhöfn, þar af um 10 tonnum af rauðsprettu, eftir fyrsta veiðitúrinn á snurvoð í Faxaflóa. Á árum áður markaði 1. september talsvert tímamót í útgerð við Faxaflóa þegar heimilað er að veiða með þessu veiðarfæri með talsverðum takmörkunum þó í Flóanum. Alls hófu fimm bátar veiðarnar í gær.

Eftir því sem Fiskifréttir komast næst er mikið líf í Faxaflóa og talsvert af síli. Bátum styttri en 24 metrar sem hafa leyfi til þessara veiða er heimilt að stunda þær frá 1. september til 20. september.