Nýr veiðiskapur ryður sér nú til rúms í bænum Bø í Vesterålen í Noregi. Þar flykkist fólk niður í fjöru og mokar síldinni upp með berum höndunum eins og sjá má ef farið er inn á heimasíðu “Bladet Vesterålen”.

Sjórinn kraumar og ólgar af síld sem þorskur og ufsi hafa hrakið á undan sér upp í fjörum alveg frá Jørnfjorden til Steine i Vesterålen. Síldin er í þéttum torfum í þanginu í fjöruborðinu og hægt er að moka henni upp með berum höndunum. Fólk háfar síldina líka upp. Síldin er síðan étin fersk í næstu máltíð. Aflinn hjá sumum er það mikill að síldin er söltuð til síðari nota.

“Bladet Vesterålen” birtir einnig myndband af því þegar síldinni er mokað upp með berum höndum í fjörunni eins og sjá hér: