Hafrannsóknastofnun stendur nú fyrir rannsókn sem miðar að því að afla  upplýsinga um hversu mikið sé af ljósátu í Ísafjarðardjúpi og hvort hugsanlega megi veiða hana og nýta sem fiskeldisfóður.  Þetta kemur fram í nýjustu Fiskifréttum.

Verkefnið hefur á tveimur árum hlotið tólf miljón króna styrk úr AVS sjóðnum og er unnið í samvinnu Hafrannsóknastofnunarinnar og Hraðfrystistöðvarinnar Gunnvarar, sem meðan annars leggur Val ÍS til verksins.

Ljósáta hefur ekki verið veidd til nýtingar áður hér við land. Það hefur verið reynt í smáum stíl við Noreg og Kanada, en hún er mest veidd við Suðurheimskautslandið.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.