Reyktalsskipin eru núna í Barentshafi og landa í Noregi. Þangað liggur leið Haraldar Sigurðssonar, skipstjóra á Reval Viking, næst. Hluta af árinu eru skipin við rækjuveiðar við Austur-Grænland og þá er landað í Hafnarfirði.

Veðravíti

„Þar er svokölluð Dohrn-banka rækja sem er stærsta rækjan á markaðnum. Algengt er að það séu 40-70 rækjur í kílóinu. Það hefur verið góð veiði á síðustu árum og stofninn í góðu lagi. En þarna er algjört veðravíti og fólk trúir því eiginlega ekki vegna þess hve stutt er frá Íslandi til Grænlands. Ölduhæð getur alveg náð 12-18 metra hæð en það sem temprar hana þó er ísinn. Í hittifyrra lenti ég í klikkuðu veðri þarna. Vindur sló í 45 metra á sekúndu og við vorum á kafi í ís og stórsjór þar að auki. Risastórir jakar komu á fyllunum yfir rekkverkið framan við brúna og settust þar. Hvalbakurinn var fullur af ísjökum sem var ekki hægt að koma út. Þetta voru tugir tonna af ís. Þarna var talsverð hætta á ferðum. Þetta er versti staður til að vera á veiðum. Það eru aldrei svona hættuleg veður í Barentshafinu. Þegar komið er norður fyrir Svalbarða er sjaldan að það sé mikill vindur en ísinn getur verið þykkur. Það getur verið erfitt að hífa trollið og kasta því. Það þarf stundum að búa sér til vök með skrúfunni til að ná trollinu upp.“

Á þessum slóðum rekast menn oft á ísbirni og Eiríkur segir að þeir komi stundum alveg upp að skipshlið. Þetta eru öflugar skepnur en þær komast samt ekki um borð í skipin. Eiríkur segir bestu lausnina að fæla þá á brott með blysum, ef þarf.

„Þetta er magnað svæði þarna fyrir norðan Svalbarða. Við megum líka vera inni á fjörðunum sem margir eru örmjóir. Sums staðar inni í þeim er ekki hægt að snúa skipum vegna þrengsla. Þarna er rækja út um allt en hún er mun smærri en á Dohrn-banka, eða 160-200 stykki í kílóinu.“

Ef ekkert er í boði étur þorskurinn undan sjálfum sér

Rækjan sem veiddist á Íslandsmiðum, úti fyrir Norðurlandi og Vestfjörðum á árum áður, er svo gott sem horfin og einungis örfáir bátar núna á þeim veiðum. Eiríkur telur líklegt að bæði þorskur og grálúða hafi gengið nærri rækjustofninum við Ísland. Þótt báðar tegundir hafi alltaf verið til samhliða rækjunni þá hafi þorsk- og grálúðustofnarnir verið gríðarlega öflugir á undanförnum árum. Þeir úði líka í sig rækju.

„Samt er það þannig að þorskur étur ekki rækju nema ekkert annað sé í boði. Það er lítil fita í rækjunni og þorskurinn vill frekar loðnu, síld, pólarþorsk eða sandsíli. En ef það er ekki í boði fer hann í rækjuna og ef rækjan er ekki í boði étur hann undan sjálfum sér.“

Reval Viking, frystitogari Reyktal útgerðarinnar þar sem Eiríkur er skipstjóri.
Reval Viking, frystitogari Reyktal útgerðarinnar þar sem Eiríkur er skipstjóri.

Þarf að auka veiðiálagið

Þetta leiðir til þeirrar spurningar hvort ástæða sé til að veiða meira af þorski. Eiríkur mælir eindregið með því út frá stöðu stofnsins. Að hans mati er mikið vit í þeirri fiskifræði sem Kristinn Pétursson, fyrrverandi alþingismaður hefur lengi haldið á lofti sem er aukið veiðiálag. „Jón Kristjánsson fiskifræðingur er líka á svipuðu róli. Það er engin spurning í mínum huga að auka ætti veiðarnar. Í þessu sambandi nefni ég að ég á lítinn bát sem ég nota til sportveiða í fríum. Ég fer út á Faxaflóa og veiði fyrir fjölskylduna. Það má án þess að eiga kvóta. Með hverju árinu sem líður er þarna meiri og stærri fiskur. Að undanförnu þegar ég hef farið út á Flóann fæ ég yfirleitt eingöngu 10-14 kg fiska. Þetta eru fiskar sem eru næstum jafnstórir og ég. Um daginn fékk ég þorsk á stöng sem var 36 kg. Þessi fiskur þarf að éta helvítis helling og það er lítið af loðnu núna. Þá fer hann bara í ungviðið undan sjálfum sér. Það er ekkert annað sem gerist. Ég held að fiskifræðingar nútímans viti mjög margt á afmörkuðum sviðum en þeir ná ekki að tengja heildarmyndina. Lífríkið er svo flókið. Faðir minn, Sigurður Sigurðsson, var líka skipstjóri, fæddur 1928. Hann var mjög klár og fylgdist alltaf vel með lífríkinu. Hann sagði oft að fiskifræðingar viti ekkert meira en Bjarni Sæmundsson heitinn vissi á sinni tíð. Hann var uppi frá 1867 til 1940. Bjarni hafði þó ekki öll þessi skip og tölvutækni til að rannsaka hluti. Það er sorglegt ef rétt er að allt þetta hámenntaða fólk sem nú starfar á þessu sviði viti í raun ekki meira en Bjarni vissi á sinni tíð. Hugsanlega er fólkið haldið menntahroka sem gerir það að verkum að það fæst ekki til að hlusta á þá sem hafa mestu reynsluna, sem eru skipstjórarnir. Ég hef verið skipstjóri í meira en 40 ár og veit alveg helvítis helling en það hringir enginn frá Hafró í mig og sækist eftir mínu áliti, aldrei nokkurn tíma. Þeir þurfa samt ekkert endilega að hringja í mig, bara í einhvern sem er í sambærilegri stöðu.“

Aldrei unnið handtak í landi

Um tíma var Eiríkur farinn að huga að því að hætta til sjós, alla vega tímabundið, en hann er þó tvístígandi með það.

Besta leiðin til að fæla ísbirni er að skjóta upp blysum.
Besta leiðin til að fæla ísbirni er að skjóta upp blysum.

„Mér finnst svo ógeðslega leiðinlegt að vera í landi að ég hugsa að það endi bara með því að ég fari aftur á sjó. Venjulegt fólk getur ekkert verið í landi. Ég hef aldrei unnið handtak í landi, aldrei. Ég byrjaði 10 ára gamall á sjó og hef ekki unnið einn dag í landi. Það endar örugglega með því að ég fari aftur á sjó. Þegar ég er í landi þá er ég annaðhvort á kajaknum eða bátnum eða jafnvel uppi á fjöllum eða á gönguskíðum. Svo á ég fjórar dætur sem allar spila fótbolta og ég reyni að mæta á alla leiki hjá þeim. Tvær eru atvinnumenn í útlöndum og hinar spila í Bestu deildinni hérna heima. Þannig að það er svo sem nóg að gera á heimavelli og mínum tíma er auðvitað best varið í að fylgjast með dætrunum í því sem þær taka sér fyrir hendur og reyna að styðja þær eins og ég get.“

Reyktalsskipin eru núna í Barentshafi og landa í Noregi. Þangað liggur leið Haraldar Sigurðssonar, skipstjóra á Reval Viking, næst. Hluta af árinu eru skipin við rækjuveiðar við Austur-Grænland og þá er landað í Hafnarfirði.

Veðravíti

„Þar er svokölluð Dohrn-banka rækja sem er stærsta rækjan á markaðnum. Algengt er að það séu 40-70 rækjur í kílóinu. Það hefur verið góð veiði á síðustu árum og stofninn í góðu lagi. En þarna er algjört veðravíti og fólk trúir því eiginlega ekki vegna þess hve stutt er frá Íslandi til Grænlands. Ölduhæð getur alveg náð 12-18 metra hæð en það sem temprar hana þó er ísinn. Í hittifyrra lenti ég í klikkuðu veðri þarna. Vindur sló í 45 metra á sekúndu og við vorum á kafi í ís og stórsjór þar að auki. Risastórir jakar komu á fyllunum yfir rekkverkið framan við brúna og settust þar. Hvalbakurinn var fullur af ísjökum sem var ekki hægt að koma út. Þetta voru tugir tonna af ís. Þarna var talsverð hætta á ferðum. Þetta er versti staður til að vera á veiðum. Það eru aldrei svona hættuleg veður í Barentshafinu. Þegar komið er norður fyrir Svalbarða er sjaldan að það sé mikill vindur en ísinn getur verið þykkur. Það getur verið erfitt að hífa trollið og kasta því. Það þarf stundum að búa sér til vök með skrúfunni til að ná trollinu upp.“

Á þessum slóðum rekast menn oft á ísbirni og Eiríkur segir að þeir komi stundum alveg upp að skipshlið. Þetta eru öflugar skepnur en þær komast samt ekki um borð í skipin. Eiríkur segir bestu lausnina að fæla þá á brott með blysum, ef þarf.

„Þetta er magnað svæði þarna fyrir norðan Svalbarða. Við megum líka vera inni á fjörðunum sem margir eru örmjóir. Sums staðar inni í þeim er ekki hægt að snúa skipum vegna þrengsla. Þarna er rækja út um allt en hún er mun smærri en á Dohrn-banka, eða 160-200 stykki í kílóinu.“

Ef ekkert er í boði étur þorskurinn undan sjálfum sér

Rækjan sem veiddist á Íslandsmiðum, úti fyrir Norðurlandi og Vestfjörðum á árum áður, er svo gott sem horfin og einungis örfáir bátar núna á þeim veiðum. Eiríkur telur líklegt að bæði þorskur og grálúða hafi gengið nærri rækjustofninum við Ísland. Þótt báðar tegundir hafi alltaf verið til samhliða rækjunni þá hafi þorsk- og grálúðustofnarnir verið gríðarlega öflugir á undanförnum árum. Þeir úði líka í sig rækju.

„Samt er það þannig að þorskur étur ekki rækju nema ekkert annað sé í boði. Það er lítil fita í rækjunni og þorskurinn vill frekar loðnu, síld, pólarþorsk eða sandsíli. En ef það er ekki í boði fer hann í rækjuna og ef rækjan er ekki í boði étur hann undan sjálfum sér.“

Reval Viking, frystitogari Reyktal útgerðarinnar þar sem Eiríkur er skipstjóri.
Reval Viking, frystitogari Reyktal útgerðarinnar þar sem Eiríkur er skipstjóri.

Þarf að auka veiðiálagið

Þetta leiðir til þeirrar spurningar hvort ástæða sé til að veiða meira af þorski. Eiríkur mælir eindregið með því út frá stöðu stofnsins. Að hans mati er mikið vit í þeirri fiskifræði sem Kristinn Pétursson, fyrrverandi alþingismaður hefur lengi haldið á lofti sem er aukið veiðiálag. „Jón Kristjánsson fiskifræðingur er líka á svipuðu róli. Það er engin spurning í mínum huga að auka ætti veiðarnar. Í þessu sambandi nefni ég að ég á lítinn bát sem ég nota til sportveiða í fríum. Ég fer út á Faxaflóa og veiði fyrir fjölskylduna. Það má án þess að eiga kvóta. Með hverju árinu sem líður er þarna meiri og stærri fiskur. Að undanförnu þegar ég hef farið út á Flóann fæ ég yfirleitt eingöngu 10-14 kg fiska. Þetta eru fiskar sem eru næstum jafnstórir og ég. Um daginn fékk ég þorsk á stöng sem var 36 kg. Þessi fiskur þarf að éta helvítis helling og það er lítið af loðnu núna. Þá fer hann bara í ungviðið undan sjálfum sér. Það er ekkert annað sem gerist. Ég held að fiskifræðingar nútímans viti mjög margt á afmörkuðum sviðum en þeir ná ekki að tengja heildarmyndina. Lífríkið er svo flókið. Faðir minn, Sigurður Sigurðsson, var líka skipstjóri, fæddur 1928. Hann var mjög klár og fylgdist alltaf vel með lífríkinu. Hann sagði oft að fiskifræðingar viti ekkert meira en Bjarni Sæmundsson heitinn vissi á sinni tíð. Hann var uppi frá 1867 til 1940. Bjarni hafði þó ekki öll þessi skip og tölvutækni til að rannsaka hluti. Það er sorglegt ef rétt er að allt þetta hámenntaða fólk sem nú starfar á þessu sviði viti í raun ekki meira en Bjarni vissi á sinni tíð. Hugsanlega er fólkið haldið menntahroka sem gerir það að verkum að það fæst ekki til að hlusta á þá sem hafa mestu reynsluna, sem eru skipstjórarnir. Ég hef verið skipstjóri í meira en 40 ár og veit alveg helvítis helling en það hringir enginn frá Hafró í mig og sækist eftir mínu áliti, aldrei nokkurn tíma. Þeir þurfa samt ekkert endilega að hringja í mig, bara í einhvern sem er í sambærilegri stöðu.“

Aldrei unnið handtak í landi

Um tíma var Eiríkur farinn að huga að því að hætta til sjós, alla vega tímabundið, en hann er þó tvístígandi með það.

Besta leiðin til að fæla ísbirni er að skjóta upp blysum.
Besta leiðin til að fæla ísbirni er að skjóta upp blysum.

„Mér finnst svo ógeðslega leiðinlegt að vera í landi að ég hugsa að það endi bara með því að ég fari aftur á sjó. Venjulegt fólk getur ekkert verið í landi. Ég hef aldrei unnið handtak í landi, aldrei. Ég byrjaði 10 ára gamall á sjó og hef ekki unnið einn dag í landi. Það endar örugglega með því að ég fari aftur á sjó. Þegar ég er í landi þá er ég annaðhvort á kajaknum eða bátnum eða jafnvel uppi á fjöllum eða á gönguskíðum. Svo á ég fjórar dætur sem allar spila fótbolta og ég reyni að mæta á alla leiki hjá þeim. Tvær eru atvinnumenn í útlöndum og hinar spila í Bestu deildinni hérna heima. Þannig að það er svo sem nóg að gera á heimavelli og mínum tíma er auðvitað best varið í að fylgjast með dætrunum í því sem þær taka sér fyrir hendur og reyna að styðja þær eins og ég get.“