Varðskipið Þór var nýverið við eftirlit á Reykjaneshrygg en þar standa nú yfir úthafskarfaveiðar á svæði Norð-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC).
Þar eru nú að veiðum tólf íslensk skip og þrjátíu erlend utan 200 sjómílna efnahagslögsögunnar. Fóru varðskipsmenn til eftirlits um borð í skip á svæðinu en þar hefur verið mokveiði undanfarna daga.
Tvö skip, Annie Hillina frá Þýskalandi og Puente Sabaris frá Spáni voru alvarlega áminnt fyrir að hafa ekki sent aflaskeyti eins og lög og reglur gera ráð fyrir.
Frá þessu er skýrt á vef LGH og þar eru fleiri myndir.