Rannsóknir sýna að gúbbífiskahrygnur geta haldið áfram að fjölga sér sé þeim sleppt út í náttúruna þar sem skilyrði eru hagkvæm, jafnvel þótt karlfiskar séu ekki til staðar.
Þar sem aðstæður eru fiskunum hagstæðar getur ein hrygna fjölgað sér gríðarlega. Nú er svo komið að gúbbífiskar eru taldir með ágengustu fisktegundum heims þegar fiskar leggja undir sig ný búsvæði.
Yfirvöld í löndum það sem hiti í vötnum er fiskunum hagstæður hafa því varað gæludýraeigendur við að sleppa fiskunum út í náttúruna. Ástæðan fyrir því að hrygnurnar geta fjölgað sér án þess að karldýr sé nálæg er sú að þær geta geymt sæði í æxluarfærum sínum í marga mánuði og gripið til þess þegar þörf er á.
Gúbbífiskar koma upphaflega frá Trínidad en hafa gert sig heimakomna í náttúru 70 landa.