Til skamms tíma var talið að vinnuafl í sjávarútvegi í Kína væri sem næst óþrjótandi auðlind en annað er að koma á daginn.

Pacific Andes í Seattle í Bandaríkjunum, eitt af stærri sjávarútvegsfyrirtækjum í Kínaviðskiptum, glímir nú við óvenjulegt vandamál í tengslum við uppbyggingu á risafiskverkun í Kína. Það vantar nefnilega fólk. Nýja verksmiðjan þeirra er í Qingdao í Kína og þar eiga að starfa 10 þúsund manns. Til þessa hefur aðeins tekist að ráða 3.500 manns.

Ungt fólk í Kína vill einfaldlega ekki vinna í fiski. Vart var við þessa viðhorfsbreytingu fyrir um þremur árum síðan. Hér áður fyrr kom unga fólkið úr sveitunum, vann hálft árið í fiski, fór heim og kom svo aftur næsta ár. Nú hefur það færst í aukana að unga fólki snýr ekki til baka í fiskinn og erfitt er að fá nýja starfsmenn í staðinn.

Heimild: Fiskeribladet Fiskaren