Vestmanneyingurinn Valmundur Valmundsson var í dag kjörinn formaður Sjómannasambands Íslands. Þetta kemur fram á vef Eyjafrétta .

Eyjafréttir vitna í Facebookfærslu Valmundur þar sem hann segist hlakka mikið til að takast á við nýtt og krefjandi starf. „ En um leið er mikil eftirsjá að fara frá Eyjum og þeim góðu vinum mínum sem þar eru. Kærar þakkir fyrir stuðninginn þingfulltrúar og Eyjamenn fyrir að fóstra mig í 25 ár.“ segir Valmundur.