Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur tilkynnt um stöðvun veiða á úthafsrækju frá 1. júlí nk. Bannið tekur gildi á miðnætti þann dag, eins og segir í reglugerð ráðuneytisins sem gefin hefur verið út.
Vísað er til þess að afli í úthafsrækju á yfirstandandi fiskveiðiári sé kominn umfram ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar sem var 5.000 tonn.
Eins og fram kom í Fiskifréttum í síðustu viku var úthafsrækjuaflinn við norðanvert landið kominn í 6.900 tonn þann 18. júní og ljóst er að töluvert hefur bæst við síðan.