Veiðar á úthafskarfa á Reykjaneshrygg ganga vel og mun betur en undanfarin ár, að því er Trausti Egilsson, skipstjóri á Örfirisey RE, sagði í samtali við Fiskifréttir.
Fram kom hjá Trausta að aflinn væri ekki undir 4 tonnum á togtímann og þeir gætu því auðveldlega veitt nóg til að halda uppi fullri vinnslu um borð.
„Mér finnst vera komið eðlilegt ástand á veiðarnar. Hér á árum áður þegar allt lék í lyndi hófst veiðin rétt utan línu og karfinn gekk síðan í norður og inn í íslensku lögsöguna. Nokkur undanfarin ár hefur karfinn hins vegar ekki farið að neinu marki inn fyrir línuna og veiðin hefur verið dræm. Gamla göngumunstrið er komið aftur sem betur fer,“ sagði Trausti.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.