TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar fór í fyrradag í eftirlitsflug suður Reykjaneshrygg og suður fyrir efnahagslögsögumörkin til að kanna stöðuna á úthafskarfamiðum.
Sex rússnesk skráðir togarar voru að veiðum um 25 sjómílur fyrir utan lögsögumörkin og voru tveir spænskir togarar fyrir sunnan svæðið og stefndu á miðin. Haft var samband við skipin og sögðu þau að sem stendur væru aflabrögð takmörkuð.