Gefin hefur verið út reglugerð um veiðar Íslendinga á úthafskarfa á þessu ári. Samkvæmt henni mega íslensk skip veiða 2.947 tonn, þar af fara 156 tonn í pottana svokölluðu, þannig að bein úthlutun til viðkomandi skipa verður 2.791 tonn.
Þetta er helmings samdráttur miðað við árið 2014 þegar úthlutunin nam 5.900 tonnum. Veiðarnar gengu hins vegar afar illa og þegar upp var staðið var aflinn ekki nema 2.436 tonn.