Útflutningur á ferskum þoskflökum frá Íslandi hefur næstum því tvöfaldast á fyrstu fimm mánuðum ársins 2014 miðað við sama tíma í fyrra. Þetta gæti verið teikn um varanlega breytingu í íslenskum fiskiðnaði, að því er segir í frétt á vefnum Undercurrent News.

Frá janúar til maí voru flutt út héðan 4.203 tonn af ferskum flökum og aðalmarkaðir eru í Bretlandi, Bandaríkjunum og Frakklandi. Á sama tíma í fyrra nam þessi útflutningu 2.529 tonnum.

Útflutningur til Frakklands hefur tekið stórt stökk, var 58 tonn á fyrstu fimm mánuðum í fyrra en fór í 1.034 tonn í ár. Markaðshlutdeild Frakka í ferskum flökum jókst úr 2% í fyrra í 25% í ár. Sala til Bretlands jókst úr 937 tonnum í 1.130 tonn og salan til Bandaríkjanna var einnig meir en eitt þúsund tonn á fyrstu fimm mánuðum ársins.