Á fyrstu átta mánuðum ársins voru flutt út frá Perú um 1,5 milljónir tonna af sjávarafurðum fyrir um 2.364 milljónir dollara (267 milljarða ISK). Á sama tímabili í fyrra voru flutt út tæplega 1,3 milljón tonn fyrir um 1.874 milljarða dollara, að því er fram kemur á fréttavefnum fis.com.
Þar af var flutt út fiskmjöl fyrir 158,7 milljónir dollara sem er 8,6% samdráttur í verðmæti frá sama tímabili í fyrra. Magnið sem flutt var út var 985 þúsund tonn sem er 16,7% aukning. Alla mánuði ársins var samdráttur í útflutningsverðmæti fiskimjöls nema í ágúst en þá jókst verðmætið miðað við ágúst í fyrra. Aðalmarkaður fyrir fiskimjöl frá Perú er í Kína, Þýskalandi, Japan og Víetnam. Ansjósur eru helsta hráefnið fyrir fiskimjölsiðnaðinn í Perú.
Útflutningsverðmæti sjávarafurða frá Perú hefur aukist talsvert á árinu. Ágústmánuður gekk sérstaklega vel, hátt verð fékkst fyrir afurðir og mikið magn var flutt út.