Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í morgun frá dómi kröfu útgerðarfyrirtækisins Ramma hf. gegn íslenska ríkinu um ógildingu þeirrar ákvörðunar sjávarútvegsráðherra að gefa ekki út aflamark í úthafsrækju á yfirstandandi fiskveiðiári.
Karl Axelsson hæstaréttarlögmaður, sem rekur málið fyrir Ramma hf., segir niðurstöðu héraðsdóms verða kærða til Hæstaréttar, að því er fram kemur á vef LÍÚ. Málið snúist um að láta reyna efnislega á ákvörðun ráðherra. Sérkennileg niðurstaða væri ef slíkt væri ekki hægt þegar um er að ræða stjórnvaldsákvörðun.
Úrskurð héraðsdóms má lesa hér.