Mikill vöxtur hefur orðið í starfsemi Ægis sjávarfangs í  sem sérhæfir sig í niðursuðu á lifu. Fyrirtækið hefur vaxið úr því að sjóða niður 3 milljónir dósa á ári í ráðgerðar  11 milljónir dósa á þessu ári.

Ingvar Vilhjálmsson og eiginkona hans, Helga María Garðarsdóttir, keyptu fyrirtækið í lok árs 2011. 30-35 manns starfa hjá fyrirtækinu í Grindavík og í byrjun þessa árs hófst einnig starfsemi í nýrri verksmiðju í Ólafsvík. Þar starfa 12-15 manns.

Lifrin er seld til Vestur-Evrópu þar sem hún er nokkurs konar hátíðarvara. Meiri eftirspurn er eftir vörunni en Ægir sjávarfang nær að framleiða.

Sjá nánar í Fiskifréttum.