Engin loðna hefur veiðst í lögsögu Jan Mayen á síðari árum. Fæðusvæði loðnunnar hefur færst vestur á bóginn í átt til Grænlands og telja Grænlendingar sig eiga rétt á stærri hlut í kvótanum.

Þetta kemur fram í nýjustu Fiskifréttum.

Beðið eftir skýrslu sérfræðinganefndar sem strandríkin komu á fót síðastliðið vor til þess að kortleggja lífsferil loðnunnar eftir lögsögum. Nefndinni var komið á laggirnar að beiðni Grænlendinga. Ljóst er að það er Íslendingum mikið hagsmunamál að þeir beri ekki skarðan hlut frá borði ef hróflað verður við skiptingu loðnukvótans. Flestum hérlendis mun sennilega þykja eðlilegast að Grænlendingar sæki aukinn rétt sinn til Norðmanna í ljósi þess að loðnan er löngu horfinn úr þeirra lögsögu.

Sjá nánar í Fiskifréttum sem komu út í dag.