Í gær fór fram uppboð í Færeyjum á makríl- og síldarkvótum á vegum hins opinbera. Boðin voru upp 3.500 tonn af makríl sem fóru á 64 ISK/kg að meðaltali og 2.000 tonn af norsk-íslenskri síld þar sem meðalverðið var 65 ISK/kg. Tekjurnar af þessari kvótasölu námu því 358 milljónum ISK.

Frá þessu er skýrt á vef færeyska útvarpsins. -Kvótarnir hvor um sig voru boðnir upp í 24 skömmtum, 75-225 tonn af makríl í senn og 40-160 tonn af síld í einu.

Í gær voru einnig boðinn upp 600 tonna botnfiskkvóti í Barentshafi og fengust að meðaltali 62 ISK/kg úr þeirri sölu eða alls 37 milljónir ISK.

Síðastliðinn mánudag var í Færeyjum boðinn upp 1.200 tonna botnfiskkvóti í rússnesku lögsögunni og var hann sleginn á 65 milljónir króna eða um 55 ISK/kg.