Landhelgisgæslan vinnur nú að því í samstarfi við Rannsóknarnefnd samgönguslysa, sjómælingarbátinn Baldur, séraðgerðarsvið Landhelgisgæslunnar og Árni Kópsson kafara að koma bátnum Jóni Hákoni á þurrt. Tekist hefur að koma bátnum á 15 metra dýpi en hann lá á um 80 metra dýpi áður. Unnið er að því að fjarlægja búnað og létta bátinn áður en honum er endanlega komið á þurrt.

Frá þessu er skýrt á vef RÚV og þar má sjá fleiri myndir af björgunaraðgerðunum.