Unnið er að sölu á bátnum Aðalbjörgu II RE ásamt fiskverkunarhúsi Aðalbjargar sf. í Reykjavík. Þórsberg á Tálknafirði er væntanlegur kaupandi og standa vonir til að hægt verði að ganga frá kaupunum í þessari viku. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Þar er haft eftir Guðjóni Indriðasyni framkvæmdastjóra Þórsbergs að hann hafi fyrst og fremst áhuga á kvóta bátsins sem er 337 þorskígildistonn á þessu fiskveiðiári. Óvíst sé um áframhaldandi útgerð hans. Ekki er gert ráð fyrir rekstri fiskverkunarhússins í Reykjavík en einhver tæki og búnaður úr því kunna  að verða flutt til Tálknafjarðar.