Leiðangur norska hafrannsóknaskipsins Krónprins Hákons lá meðal annars í Nansenskálina svonefndu sem er nánast miðja vegu milli Svalbarða og Norðurpólsins og er eitt þeirra hafsvæða sem minnst hafa verið rannsökuð. Þar er mesta dýpt um 4.000 metrar. Í leiðangrinum var togað á 300-400 metra dýpi. Í djúpinu veiddist meðal annars loðna, loðnuseiði og þorskur fullur af loðnu.

„Við fundum bæði stóra loðnu og loðnuseiði við mörk Íshafsins og að hluta til innan þeirra,“ segir Ole Arve Misund hjá Norsku heimskautastofnuninni.

Loðnufundurinn heyrir til talsverðra tíðinda en fyrri rannsóknir hafa sýnt að loðna hefur ekki gengið út af landgrunninu í átt að Íshafinu. Niðurstöður leiðangursins sýna að loðna er farin að ganga inn í Íshafið þar sem hún keppir um fæðu við tegundir sem eru náttúrulegri þar, eins og ískóð sem á norsku kallast polartorsk.

Þorskur fullur af loðnu

Loðna og ískóð eru mikilvægar tegundir hvor í sínu vistkerfinu. Báðar eru þær mikilvæg er fæða þorsks og hvals. Helsta fæða loðnu er áta en marflær eru uppistaðan í fæðu ískóða. Sjávarlíffræðingurinn Hákon Hop var leiðangursstjóri. Hann segir að þorskur hafi einnig veiðst í leiðangrinum. Heimkynni þorsks eru ekki í Íshafinu en hann fylgir loðnunni eftir í fæðuleit sinni. Hop segir að magar þorsksins sem skoðaðir voru hafi verið fullir af loðnu.

Auk loðnu og þorsks fundust seiði annarra tegunda eins og úthafskarfa, grálúðu og miðsævistegunda eins og íshafslaxsíldar.  Auk þess hafa marglyttur breiðst út í Nansenskálinni og þá sérstaklega tegundin Periphylla periphylla sem sjaldan hefur fundist á svo norðlægum slóðum.

Vísindamennirnir segja að rekja megi viðveru suðlægari tegunda í Íshafinu til hlýnunar sjávar. Sjávarhiti á norðurslóðum hækkar fjórum sinnum hraðar en heimsmeðaltalið.

„Það er ójafnvægi í vistkerfinu. Hlýnunin hefur áhrif á vistkerfið og breytir lífsskilyrðum þeirra tegunda sem eru aðlagaðar köldum og stuttum sumrum. Afleiðingin getur orðið sú að sumar tegundir hrekjast af búsvæðum sínum eða að þær hverfi einfaldlega,“ segir Misund.

Leiðangur norska hafrannsóknaskipsins Krónprins Hákons lá meðal annars í Nansenskálina svonefndu sem er nánast miðja vegu milli Svalbarða og Norðurpólsins og er eitt þeirra hafsvæða sem minnst hafa verið rannsökuð. Þar er mesta dýpt um 4.000 metrar. Í leiðangrinum var togað á 300-400 metra dýpi. Í djúpinu veiddist meðal annars loðna, loðnuseiði og þorskur fullur af loðnu.

„Við fundum bæði stóra loðnu og loðnuseiði við mörk Íshafsins og að hluta til innan þeirra,“ segir Ole Arve Misund hjá Norsku heimskautastofnuninni.

Loðnufundurinn heyrir til talsverðra tíðinda en fyrri rannsóknir hafa sýnt að loðna hefur ekki gengið út af landgrunninu í átt að Íshafinu. Niðurstöður leiðangursins sýna að loðna er farin að ganga inn í Íshafið þar sem hún keppir um fæðu við tegundir sem eru náttúrulegri þar, eins og ískóð sem á norsku kallast polartorsk.

Þorskur fullur af loðnu

Loðna og ískóð eru mikilvægar tegundir hvor í sínu vistkerfinu. Báðar eru þær mikilvæg er fæða þorsks og hvals. Helsta fæða loðnu er áta en marflær eru uppistaðan í fæðu ískóða. Sjávarlíffræðingurinn Hákon Hop var leiðangursstjóri. Hann segir að þorskur hafi einnig veiðst í leiðangrinum. Heimkynni þorsks eru ekki í Íshafinu en hann fylgir loðnunni eftir í fæðuleit sinni. Hop segir að magar þorsksins sem skoðaðir voru hafi verið fullir af loðnu.

Auk loðnu og þorsks fundust seiði annarra tegunda eins og úthafskarfa, grálúðu og miðsævistegunda eins og íshafslaxsíldar.  Auk þess hafa marglyttur breiðst út í Nansenskálinni og þá sérstaklega tegundin Periphylla periphylla sem sjaldan hefur fundist á svo norðlægum slóðum.

Vísindamennirnir segja að rekja megi viðveru suðlægari tegunda í Íshafinu til hlýnunar sjávar. Sjávarhiti á norðurslóðum hækkar fjórum sinnum hraðar en heimsmeðaltalið.

„Það er ójafnvægi í vistkerfinu. Hlýnunin hefur áhrif á vistkerfið og breytir lífsskilyrðum þeirra tegunda sem eru aðlagaðar köldum og stuttum sumrum. Afleiðingin getur orðið sú að sumar tegundir hrekjast af búsvæðum sínum eða að þær hverfi einfaldlega,“ segir Misund.