,,Umræðan um vistvænar veiðar er á villigötum. Málið er ekki svo einfalt að hægt sé að fullyrða að krókaveiðar séu vistvænar en trollveiðar óvistvænar," segir Hjörtur Gíslason stjórnarformaður togaraútgerðarfélagsins Ögurvíkur í viðtali við páskablaði Fiskifrétta.

,,Vissulega fer meiri orka í að veiða með trolli en krókum, en það má einnig segja að ekki sé umhverfisvænt að nota svona mikinn fisk i beitu til þess að veiða annan fisk á krók. Staðreyndin er að bæði veiðarfærin hafa kosti og galla. Ákveðnar fisktegundir eins og karfi, grálúða og ufsi fást fyrst og fremst í troll. Nýting þessara stofna byggist að stærstum hluta á togveiðum. Smábátar veiða hins vegar aðallega þorsk, ýsu, steinbit og grásleppu. Við þurfum að nota bæði þessi veiðarfæri og fleiri til viðbótar ef við ætlum að ná góðum árangri í fiskveiðum á Íslandmiðum," segir Hjörtur.

Sjá ítarlegt viðtal við Hjört Gíslason í páskablaði Fiskifrétta sem fylgir Viðskiptablaðinu.