Meðalverð á þorski, ýsu, ufsa og gullkarfa var 32-36% hærra á íslensku fiskmörkuðunum en í beinum viðskiptum á árinu 2012. Þetta má lesa út úr tölum sem birtar eru á vef Verðlagsstofu skiptaverðs. Munurinn á þorskverðinu var 34%, á ýsunni 35%, á ufsanum 36% og á karfanum 32%.
Sé litið á það magn sem kom á land til vinnslu sést að hlutur fiskmarkaðanna í þorski var 22%, í ýsu 47%, í ufsa 29% og í gullkarfa 24%.
Sjá nánar í Fiskifréttum.