„Ég sé talsverðar breytingar á mynstrinu eftir að þessi hlýnun hófst,“ segir Hilmar Helgason skipstjóri á Hrafni Sveinbjarnarsyni GK í ítarlegu viðtali í jólablaði Fiskifrétta þegar talið berst að hlýnun sjávar og áhrifum hennar á göngur fiskistofna.
„Það er lítið af karfa með allri suðurströndinni þar sem áður var nóg af honum og við verðum helst að fara norður fyrir Jökul til að ná í karfa. Þetta hefur breyst mikið á stuttum tíma og stafar auðvitað af loftslagshlýnuninni. Sérfræðingar tóku fyrst eftir breytinum í Norðursjónum. Á milli 1975 og 2000 færðust fiskimiðin þar norður um 150-200 kílómetra. Þróunin hefur orðið örari eftir því sem tíminn líður. Núna sjáum við fiskinn færa sig á síðustu tíu árum um 240 mílur í norður. Ástandið er eiginlega dálítið ógnvænlegt og maður spyr sig hvenær þorskurinn fari út af landgrunninu og hvenær við hættum að ná honum. Það er farið að veiða þorsk á grálúðuslóðum fyrir norðan Kolbeinsey. Ef þetta snýst ekki við þurfum við senn að fá öðru vísi og stærri skip. Menn eru auðvitað farnir að undirbúa sig á norðurslóðum þegar ísinn hverfur og fiskimiðin færast norðar. Hvað gerist ef þorskurinn hættir að koma hingað til að hrygna?“ spyr Hilmar.
Sjá nánar viðtal í jólablaði Fiskifrétta.